top of page
IMG_2280.jpg

Ert þú næsti Pikkoló?

Pikkoló sendill óskast.

Sumar- og framtíðarstarf.

Pikkoló leitar af hressum og hraustum einstaklingi með áhuga á að taka þátt

í að breyta leiknum á matvörumarkaði og hjálpa fólki að nálgast mat- og dagvörur

í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti. 

Einstaklingurinn þarf að geta unnið vaktavinnu á dagvinnutíma og stöku sinnum afleysingar

í kvöldvinnu og um helgar. Krafa er gerð um bílpróf og að einstaklingurinn sé 20 ára eða eldri.

 

Hvað er Pikkoló?

Pikkoló er spennandi nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun á sjálfbæru snjalldreifikerfi fyrir matvöruverslanir á netinu. Meginmarkmið Pikkoló er að hjálpa fólki að nálgast mat-og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti. Þetta gerir Pikkoló með því að tengja matvöruverslanir við umhverfisvænar sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló sem staðsettar eru í nærumhverfi fólks. 

Hlutverk þitt sem Pikkoló sendill.

Hlutverk Pikkoló sendla snýst fyrst og fremst um að sækja pantanir í verslanir og koma þeim fyrir í kældum sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló. Einnig mun viðkomandi sjá um dagleg þrif á Pikkoló stöðvunum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri á að vera partur af uppbygginginu á einu ferskasta

nýsköpunarfyrirtæki landsins. 

Kostur ef viðkomandi getur byrjað strax!

Umsóknir

Umsóknir sendast á tölvupóstfangið hallo@pikkolo.is

Segðu okkur hvers vegna þig langar að verða næsti Pikkoló og láttu ferilskrá fylgja með.

Hlökkum til að heyra frá þér!

bottom of page