top of page
Pikkolo lógó
  • facebook
  • instagram
  • twitter

Skilmálar fyrir þátttöku
í notendaprófunum Pikkoló.

Með því að taka þátt í notendaprófunum Pikkoló ehf. (hér nefnt Pikkoló) samþykkir þú þá skilmála sem settir eru um þátttöku í notendaprófunum Pikkoló. Markmið notendaprófana Pikkoló er að þróa notendavæna þjónustu sem einfaldar daglega rútínu þeirra sem nýta sér þjónustuna og velja að sækja matvöru sem versluð eru á netinu í sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló sem staðsettar eru í Vatnsmýrinni við Grósku og á plani við BYKO í Breiddinni við Skemmuveg 2a. Þátttakendur í notendaprófunum gera sér grein fyrir því að sjalfsafgreiðslustöðvarnar eru frumgerðir þar sem prófanir fara fram, meðal annars á aðgangsstýringu, kælikerfi, aðgengi verslana, hillum, tæknilausn, umferð og öðrum tilfallandi óvissuþáttum. Ef bilanir koma upp í prófunum mun Pikkoló teymið kappkosta að koma til móts við þátttakendur eins vel og mögulegt er til þess að valda sem minnstum óþægindum fyrir þátttakendur.    

 

Samskipti við þátttakendur

Þátttaka í notendaprófunum heimilar Pikkoló að senda þátttakendum tilkynningar í tölvupósti og/eða með textaskilaboðum sem innihalda meðal annars QR kóða sem notaður er til þess að opna Pikkoló dreifistöðina svo að þátttakendur geti nálgast sendingar sínar. Með sama hætti verða áminningar um ósóttar pantanir sendar til þátttakenda. Séu pantanir ekki sóttar af þátttakendum innan þriggja daga áskilur Pikkoló sér rétt til þess að fjarlægja sendingu viðskiptavina úr dreifistöðinni og gefa til góðgerðamála.

Persónuupplýsingar

Stefna Pikkoló er að geyma og vinna eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til þess að veita þá þjónustu sem Pikkoló er ætlað að veita. Til þess að þátttakendur eigi möguleika á því að sækja sendingar í frumgerð Pikkoló þurfa verslanirnar sem taka þátt í notendaprófunum Pikkoló að fá upplýsingar um tölvupóstföng þátttakenda þeirra. Með þeim hætti sjá verslanirnar hverjir hafa aðgang að frumgerð Pikkoló og geta sett þá inn í sitt kerfi til þess að þátttakendur sjái Pikkoló dreifistöðina sem möguleika þegar afhendingarstaður er valinn í kaupferli hjá þeim verslunum sem taka þátt í notendaprófunum Pikkoló.

Breytingar á skilmálum

Pikkoló ehf. áskilur sér rétt á að breyta skilmálum á hverjum tíma en skal þó tilkynna það í tölvupósti til þátttakenda með 15 daga fyrirvara.

Skilmálum þessum var síðast breytt þann 27. janúar 2021.

bottom of page